Næst á dagskrá hefst mynd um "Gosið í Grímsvötnum"

Ígærkvöld horfði ég á örstuttar tíufréttir í ríkissjónvarpi allra landsmanna og næst á dagskrá að þeim loknum er gosið í Grímsvötnum.Ekki vil ég gera lítið úr gosinu í Grímsvötnum með þeim afleiðingum sem það hafði fyrir bændur og búalið og sem betur fer varð minna úr því en á horfðist fyrsta kastið.En ég kemst ekki hjá því að hugsa með sjálfri mér að mikið held ég að fréttastjórn RÚV hafi verið ánægð þegar gosið hófst sl.laugardagskvöld um sjöleytið. Þar með gat hún látið sem ekkert hefði gerst í pólitíkinni rétt fyrir helgina þegar upp komst að ríkisstjórnin hafði selt landið sitt(og okkar)í ÁNAUÐ til spákaupmanna á Wall street. Ég segi nú bara - alltaf leggst rúv eitthvað til. Síðan á laugardagkvöld hafa allir fréttatímar hjá RÍKISSJÓNVARPINU OKKAR verið undirlagðir - ég segi undirlagðir vegna þess að ekkert annað hefur komist að nema gosið í Grímsvötnum að ógleymdri eiturlyfjafíkn ungmenna sem ég ætla heldur ekki að gera lítið úr en sem hefur fyllt upp í Kastljósið þegar fréttastórn fannst kannski vera nóg komið af gosfréttum eða hvað veit ég. Fannst mér þessi upplýsingamiðlun um eiturlyfjafíkn unglinga þó vera meira í formi kennslu hvernig ætti að finna æðar til þess að sprauta sig í eða hvernig maður ætti að halda sprautunálinni þannig að ekkert færi nú úrskeiðis.

Og gleymum því nú ekki að Bogi Ágústsson fékk hvorki meira né minna en Edduverðlaunin á síðasta ári ef ég man það rétt, fyrir frábæran fréttaflutning um gosið í Eyjafjallajökli. En skyldi Eddan veita honum verðlaun fyrir frábæra þöggun um landráð Ríkisstjórnarinnar? Hann reddar sér þá bara með drottningarviðtali við Steingrím þar sem sá síðarnefndi þarf ekki að svara einum né neinum og alls ekki fréttamanninum því hann spyr auðvitað ekki gagnrýninna spurninga.


Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bergþóra Sigurbjörnsdóttir

Höfundur

Bergþóra Sigurbjörnsdóttir
Bergþóra Sigurbjörnsdóttir
Höfundur er litli kapitalistinn.
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • ...64539_lan_1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband